Fjölnir Toppdeildarmeistari kvenna 2025

Mynd: Hildur Dís Jónsdóttir
Mynd: Hildur Dís Jónsdóttir

Um nýliðna helgi varð kvennalið Fjölnis deildarmeistari í Toppdeild kvenna eftir 1 - 0 sigur á kvennaliði Skautafélags Akureyrar.  Með sigrinum náði kvennalið Fjölnis að komast í 31 stig og gera út um möguleika SA að komast í toppsæti deildarinnar. En til þess hefði SA þurft að vinna leikinn um helgina gegn Fjölni og einnig sigra kvennalið Skautafélags Reykjavíkur í síðasta leik deildarkeppninnar um komandi helgi.  En með sigrinum um helgina tryggðu Fjölnis-konur heimaleikjaréttinn í Úrslitakeppni Toppdeildar kvenna í ár.  

Úrslitakeppni kvenna hefst 11. mars næstkomandi.

 Guðlaug Þorsteinsdóttir, varaformaður ÍHÍ, af hendir Kolbrúnu Garðarsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Fjölnis, deildarmeistarabikarinn að leik loknum. Guðlaug Þorsteinsdóttir, varaformaður ÍHÍ, af hendir Kolbrúnu Garðarsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Fjölnis, deildarmeistarabikarinn að leik loknum.