Um nýliðna helgi varð kvennalið Fjölnis deildarmeistari í Toppdeild kvenna eftir 1 - 0 sigur á kvennaliði Skautafélags Akureyrar. Með sigrinum náði kvennalið Fjölnis að komast í 31 stig og gera út um möguleika SA að komast í toppsæti deildarinnar. En til þess hefði SA þurft að vinna leikinn um helgina gegn Fjölni og einnig sigra kvennalið Skautafélags Reykjavíkur í síðasta leik deildarkeppninnar um komandi helgi. En með sigrinum um helgina tryggðu Fjölnis-konur heimaleikjaréttinn í Úrslitakeppni Toppdeildar kvenna í ár.
Úrslitakeppni kvenna hefst 11. mars næstkomandi.
Guðlaug Þorsteinsdóttir, varaformaður ÍHÍ, af hendir Kolbrúnu Garðarsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Fjölnis, deildarmeistarabikarinn að leik loknum.