Fjölmiðlari!

Fjölmiðlari!

ÍHÍ (Íshokkísamband Íslands) óskar að ráða til starfa einstakling í hlutastarf eða verktöku til að sjá um vinnslu og birtingar á kynningum, fréttum og öðru efni á vef og samfélagsmiðla.

ÍHÍ er sérsamband innan ÍSÍ og innan þess eru þrjú aðildarfélög.  ÍHÍ heldur utan um öll íslandsmót í íshokkí ásamt fimm landsliðum karla og kvenna.

Helstu verkefni

  • Umsjón með samfélagsmiðlum sambandsins, Facebook, Instagram, Twitter, Youtube og TikTok.

  • Frétta- og greinaskrif á vef ÍHÍ og aðra vefi sem ÍHÍ rekur, t.d ishokki.is

  • Samskipti við aðra fjölmiðla varðandi umfjöllun um íshokkí

  • Halda utan um og efla myndabanka ÍHÍ í samstarfi við ljósmyndarana sem eru innan hreyfingarinnar.

  • Halda utan um kynningarmál á Hertz-deild karla og kvenna og allra landsliðsverkefna ÍHÍ

Ef þú telur þig hafa…

  • Góða og haldbæra tölvukunnáttu

  • Þekkingu á samfélagsmiðlum

  • Gott auga fyrir mynd og myndböndum

  • Góða íslenskukunnáttu í rituðu og töluðu máli

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Tekið er á móti umsóknum á netfangið ihi@ihi.is og skal fylgja, ásamt grunn upplýsingum um umsækjanda, ferilskrá og tenglar á mögulega fyrri verk. Umsóknarfrestur er til 28.desember 2022.  

Gleðileg jól.