Skautafélag Reykjavíkur (SR) óskaði í vikunni eftir erlendum félagaskiptum og leikheimild fyrir Níels Þór Hafsteinsson frá Noregi.
IIHF og Norska íshokkísambandið hafa staðfest félagaskiptin og því hefur Níels fengið félagaskipti til Íslands og hlotið leikleyfi. Hann telst því löglegur leikmaður á Íslandsmótinu í íshokkí tímabilið 2024-2025 með Skautafélag Reykjavíkur (SR).
Heimildin er veitt á grundvelli reglugerðar númer 9, 10. greinar stafliður C, en þar segir
„Íslenskir leikmenn sem fara utan til að spila og fara héðan á alþjóðlegu félagaskiptakorti, verða að fara eftir alþjóða reglum um félagaskipti. Þeir geta komið til baka til þess félags sem þeir voru skráðir hjá þegar þeir héldu utan. Félagaskipti skulu fara fram fyrir 1. febrúar.“