Íslenski hópurinn
Skautafélagið Slappskot hefur valið 18 stráka á aldrinum 12-13 ára úr öllum liðum í Select Iceland og eru þeir nú staddir í Santi Pétursborg í Rússlandi á Arctic cup móti 5.-9.12. þar sem keppt er í 2 flokkum en einnig er hér hópur af mönnum í oldboys frá Íslandi.
Ungu strákarnir eru búnir að spila við Rússland og Canada. Maksymilian Jan Monzyszek (Björninn) var valinn maður leiksins á móti Rússlandi og Sveinn Verneri Sveinsson (SA) maður leiksins á móti Canada. Strákarnir hafa staðið sig vel en liðin frá hinum löndunum eru mjög sterk.
Þjálfarar eru Sarah Smiley (aðalþjálfari), Sergei Zack og Vilhelm Már Bjarnason.
Búið er að fara í skoðunarferð um borgina og ætlum við að fara og sjá hokkíleik í kvöld í úrvalsdeildinni (KHL) milli SKA og Torpido.
Mótinu líkur svo á sunnudag og fer mánudagurinn í heimferð.
Kveðja frá öllum.
Birgir Örn Reynisson