Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis var haldin í gær miðvikudag. Vel var mætt á fundinn og greinilegt að mikill hugur er í fólki. Nokkur umskipti urðu í stjórn og tók Emil Borg sem áður var meðstjórnandi við formannsembættinu. ÍHÍ óskar Emil og öðru stjórnarfólki til hamingju með kjörið og þakkar um leið fráfarandi stjórnarfólki og fyrrum formanni Elínu Guðmundsóttur fyrir gott samstarf.