Fyrirhugað er að halda dómaranámskeið í Reykjavík og á Akureyri á næstunni. Námskeiðið tekur tvær kvöldstundir.
Námskeiðið í Reykjavík verður á miðviku- og fimmtudag í næstu viku, þ.e. 21. og 22. september. Námskeiðið fer fram í fundarsölum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Laugardal.
Eftirfarandi grunnregla er við lýði varðandi réttindi dómara:
Dómari skal taka dómarapróf á hverju ári, en réttindi hans frá síðasta tímabili gilda þangað til nýtt dómarapróf hefur farið fram á vegum ÍHÍ.
Þeim sem sækja dómaranámskeiðið er bent á að lesa yfir reglubók IIHF og Casebook IIHF. Einnig þarf að kynna sér Officiating Procedures Manual með sérstaka áherslu á kafla 4 - 7 í þeirri bók. Allt þetta lesefni má finna á undirsíðum sem eru undir "Lög og reglur"
Hvað varðar námskeiðið á Akureyri þá er ráðgert að það verði um miðjan október mánuð.
Við munum birta frekari fréttir af námskeiðunum þegar nær dregur hér á heimsíðunni en skorum á alla áhugasama að skrá sig með því að senda tölvupóst á ihi@ihi.is
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH