Eins og oft áður kemur fararstjóri til með að senda línur heim úr ferðalagin. Á meðan á mótinu stendur verða línurnar hér á forsíðunni á ÍHÍ síðunni.
Staðan í dag, laugardag er ánægjuleg, eftir erfitt ferðalag í gær og þrautir við að koma öllum á staðinn með allt sem þurfti til. En eins og eflaust hefur heyrst alveg heim, þá komum við hingað til Belgrad í Serbíu eftir 8 klst ferðalag án þess að fá afhent á flugvellinum galla aðalmarkvarðar íslenska landsliðsins og eina 4 feðatöskur með fötum strákanna. Þetta olli töluverðum taugatitringi og allt var gert til að skaffa láns galla. Það tókst ekki betur en svo að gallinn var svo stór að Einari markvörður hreinlega týndist í honum. Skautarnir sem fengust voru í stærð nr. 48, eða eins og Einar sagði, þá gæti hann eins verið á skíðum. En allt blessaðist þetta að lokum, og í morgunn kl. 10:00 á Serbíu tíma fékk ég að vita að gallinn og ferðatöskurnar hefðu orðið eftir í Frankfurt en væru komnar til Belgrad. Þó ekki til okkar, þó aðeins væri 2 klst þannað til leikur okkar við Belgíu ætti að hefjast. Töskuþjónustan sögðust ætla að koma með gallan eftir hádegi. Ég spurði þá hvort það væri ekki í lagi með þá, eftir allt það sem á undan var gengið og með tilliti til þess að við værum að spila í heimsmeistaramóti, eins og þeir vel vissu. Þeir brugðust það skjótt við að þeir voru komnir með töskurnar niður í gestamóttöku á 5 mínutum, eða áður en ég komst með lyftunni niður til að taka á móti þeim, til mikillar gleði fyrir strákanna sem voru á leið út í rútu.
Leikurinn við Belgíu gekk eins og í sögu, krafturinn í strákunum og gleðinn skein af þeim eftir að allt var komið heim og saman. Við komust fljótlega í 1-0 með marki frá Bjössa og í annarri lotu bætti Bjössi við öðru marki. Belgarnir svöruðu jafnharðan en Guðmundur Þorsteins kom okkur í 3 -1. Belgarnir náðu að minka stöðuna í 3-2 og lögðu allt undir með því að taka markvörð sinn út af á síðustu 2 mínútum leiksins. Það tókst þó ekki betur en svo að stákarnir okkar bættu við 4. markinu og leikurinn endaði 4-2. Þjálfari okkar Björn og aðstoðaþjálfarinn, og auðvitað við hinir í farastjórn, voru hæðst ánægðir með strákanna okkar. Sögðu að þetta væri gott veganesti fyrir okkur, sem auðvitað byggði sjálftraustið fyrir leik gegn Ástralíu á morgunn og góðann grunn að í mótinu fyrir okkar stráka.
Strax að loknu leiknum gegn Belgum var farið upp á Hótel og snæddur snemma kvöldverður, en það hefur þurf að flýta öllum máltíum dagsins þar sem sem við spilum leiki okkar bæði í dag og á morgunn í hádeginu. Þannig var hádegismatur í dag og á morgunn borðaður kl. 10:00 að morgni til. En hvað gera ekki strákarnir okkar til að gleðja mæður sínar heima, sem býða spenntar eftir framhaldinu.
Með góðri kveðju heim frá öllum strákunum.
Jón Þór Eyþórsson, farastjóri.