Ynjur - Björninn umfjöllun


Diljá Sif Björgvinsdóttir og Anna Birna Guðlaugsdóttir í leik nýverið.              Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

SA Ynjur og Björninn léku í meistaraflokki kvenna sl. laugadag og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu 9 mörk gegn 2 mörkum Bjarnarstúlkna. Hanna Rut Heimisdóttir var mætt til leiks í liði Bjarnarins aftur eftir að hafa átt í meiðslum í þó nokkurn tíma.

Ynjur höfðu frumkvæðið  allan leikinn og komust yfir fljólega í leiknum með marki Arndísi Sigurðardóttir. Díana Mjöll Björgvinsdóttir bætti við marki áður en lotan var hálfnuð en skömmu síðar minnkaði Ingibjörg G. Hjartadóttir muninn fyrir Bjarnastúlkur. Ynjur svöruðu hinsvegar fyrir sig með tveimur mörkum á stuttum tíma þegar tæpar fjórtán mínútur voru liðnar af lotunni og staðan var því 4 - 1 Ynjum í vil eftir fyrstu lotu.

Önnur lotan var í nokkuru jafnvægi hvað markaskorun varðaði en það voru Ynjur sem áttu fyrsta markið í lotunni og var þar á ferðinni Hrund Thorlacius. Strax í kjölfarið minnkaði Hanna Rut Heimisdóttir muninn fyrir Björninn en Ynjur áttu síðasta orðið þegar Patricia Ryan gerði mark fyrir þær rétt fyrir lotulok. Staðan því 6 – 2 Ynjum í vil.

Þrjú mörk Ynja í síðustu lotu voru eign eins og sama leikmannsins en þat var á ferðinni Diljá Sif Björgvinsdóttir.

Næsti leikur í kvennaflokki verður nk. sunnudag þegar Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Ynjum í Laugardalnum.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/0
Hrund Thorlacius 1/3
Arndís Sigurðardóttir 1/2
Birna Baldursdóttir 1/1
Patricia Ryan 1/1
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/1
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 0/4
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/2
Guðrún Marin Viðarsdóttir 0/2
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir 0/1

Refsingar Ynjur: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hanna Rut Heimisdóttir 1/1
Ingibjörg G. Hjartardóttir 1/0
Karitas Sif Halldórsdóttir 0/1
Kristín Ingadóttir 0/1
Sigríður Finnbogadóttir 0/1

Refsingar Björninn: 6 mínútur.

HH