Ynjur - Ásynjur umfjöllun

Ekkert gefið eftir - frá leiknum í gærkvöld
Ekkert gefið eftir - frá leiknum í gærkvöld

Á Akureyri mættust mættust í gærkvöld Ynjur og Ásynjur í kvennaflokki. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum Ynja. Leikir liðanna síðustu ár hafa oft verið spennandi og hart barist. Athygli vakti að mæðgur öttu kappi en Guðrún Blöndal lék með Ásynjum en dóttir hennar,  Saga Líf Sigurðardóttir, með Ynjum.

Þokkalegt jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu en það var markadrottningin Silvía Björgvinsdóttir sem kom Ynjum yfir fljótlega í lotunni eftir stoðsendingu frá Sunnu Björgvinsdóttir.
Fyrri hluti annarrar lotu var Ynjum hinsvegar dýr því að á innan við mínútu kafla náðu Ásynjur að gera tvö mörk. Linda Brá Sveinsdóttir átti það fyrra en Alda Arnarsdóttir það síðara.
Um miðja þriðju lotu jmisstu Ásynjur leikmann í refsingu. Jussi Sipponen, þjálfari Ynja tók leikhlé sem skilaði sér í því að Ynjur jöfnuðu leikinn skömmu síðar með marki frá Kolbrúnu Garðarsdóttir. Linda Brá Sveinsdóttir sá hinsvegar til þess að Ásynjur færu heim með öll stigin.

Margir leikmenn úr báðum liðum, rétt einsog í hinum leiknum, voru á landsliðsbúðum sem fram fóru á Akureyri um helgina. Þjálfarar landsliðsins hafa nú skorið þann hóp niður og á morgun birtum við hópinn sem eftir stendur.

Mörk/stoðsendingar Ynja:
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Kolbrún Garðarsdóttir 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 0/1
Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1

Refsingar Ynja: Engar

Mörk/stoðsendingar Ásynja:

Linda Brá Sveinsdóttir 2/0
Alda Arnarsdóttir 1/0
Sarah Smiley 0/1

Refsingar Ásynja: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH