Frá leik Ynja og Ásynja Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Einn leikur fór fram á íslandsmótinu í gærkvöld þegar Ynjur og Ásynjur mættust. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum Ynja. Þetta var þriðji leikur liðanna þennan veturinn og í þeim öllum hafa Ásynjur farið með sigur af hólmi. Þetta er þó í annað sinnið sem Ásynjur vinna með eins marks mun og því hefur ekki vantað báráttuna í leikina.
Það leit þú útfyrir í fyrstu lotu að Ásynjur ætluðu að taka leikinn með trukki því að á sjöundu mínútu leiksins gerðu þær tvö mörk með níu sekúndna millibili. Fyrra márkið átti Anna Sonja Ágústsdóttir en það síðara Arndís Eggerz Sigurðardóttir.
Fljótlega í annarri lotunni minnkuðu Ynjur muninn með marki frá Thelmu Maríu Stefánsdóttir. Ásynjur svöruðu þó fyrir sig skömmu síðar og juku muninn aftur í tvö mörk með marki frá Guðrúnu Blöndal.
Í þriðju lotu var það svo Þorbjörg Eva Geirsdóttir sem hleypti spennu í leikinn með því að minnka muninn þegar um þrjár mínútur lifðu leik. Þrátt fyrir þunga sókn náðu Ynjur þó ekki að jafna leikinn og stigin voru Ásynja.
Mörk/stoðsendingar Ynjur:
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0
Þorbjörg Eva Geirsdóttir 1/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 0/1
Refsingar Ynjur: 18 mínútur
Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/1
Arndís Eggerz Sigurðardóttir 1/0
Guðrún Blöndal 1/0
Jónína Guðbjartsdóttir 0/1
Birna Baldursdóttir 0/1
Refsingar Ásynjur: 12 mínútur