Yfirþjálfari landsliða Íslands ráðinn


Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) ákvað á fundi sínum í gær að ráða Tim Brithén yfirlandsliðsþjálfara sambandsins til tveggja ára. Tim var á síðaðasta keppnistímabili, sem nú er nýlokið, þjálfari karlalandsliðs Íslands. Undir hans stjórn náði liðið sínum besta árangri en liðið varð í öðru sæti a-riðils II. deildar á HM sem haldið var í Belgrad í Serbíu. 

ÍHÍ hefur haft undanfarin ár haft fjögur landslið undir sínum hatti. Þ.e. karla- og kvennalandsliði og karlalið skipuð leikmönnum 18 ára og 20 ára og yngri. Með ráðningu Tim Brithén vonast stjórn ÍHÍ eftir að bæta árangur allra liða sambandsins. Öll landsliðin munu heyra undir Tim en ráðnir verða tveir aðrir landsliðsþjálfarar sem munu heyra undir Tim.

HH