Víkingar - SR umfjöllun.

Frá leik Víkingar og SR
Frá leik Víkingar og SR

Víkingar mættu Skautafélagi Reykjavíkur á Akureyri í meistaraflokki karla sl. laugardag. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum SR-inga.
Víkingar voru öllu sókndjarfari í leiknum en engu að síður voru SR-ingar á undan að skora þegar Styrmir Friðriksson kom þeim yfir um miðja fyrstu lotu. Orri Blöndal jafnaði hinsvegar metin fyrir Víkinga áður en lotan var úti og staðan því 1 – 1 eftir fyrstu lotu.
Lengi vel leit út fyrir að ekkert mark yrði skorað í annarri lotu og það var ekki fyrr en á síðustu mínútu lotunnar, þegar Víkingar voru manni fleiri á ísnum, að Jóhann Már Leifsson kom þeim yfir.
Fljótlega í upphafi þriðju og síðustu lotunnar jafnaði hinsvegar varnarmaðurinn Viktor Örn Svavarsson metin fyrir SR-inga og þannig var staðan þangað til 24 sekúndur voru til leiksloka. Þá skoraði Ben Di Marco markið sem réði úrslitum með góðu einstaklingsframtaki.  

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Ben DiMarco 1/1
Orri Blöndal 1/0
Jóhann Már Leifsson 1/0
Ingþór Árnason 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1

Refsingar Víkinga:  14 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:

Styrmir Friðriksson 1/0
Viktor Örn Svavarsson 1/0
Pétur Maack 0/1

Refsingar SR: 30 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH