Frá leik Jötna og Víkinga Ljósmynd: Elvar Freyr Pálsson
Víkingar og Jötnar léku á íslandsmótinu í karlaflokki í gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu sjö mörk gegn einu marki Jötna.
Segja má að Víkingar hafi komið ferskir inn í fyrstu lotu og áður en hún var á enda höfðu Víkingar gert fjögur mörk án þess að Jötnar næðu ða svara fyrir sig. Andri Már Mikaelsson fór mikinn í lotunni og náði að gera þrennu en síðasta markið átti Lars Foder.
Önnu lotan var í rólegri kantinum og þá sérstaklega hvað markaskorun varðaði því ekkert mark var skorað í lotunni.
Í þriðju lotunni hresstust leikar nokkuð. Jötnar minnkuðu muninn fljótlega í lotunni en þar var á ferðinni Sigurður S. Sigurðsson. Víkingar voru hinsvegar fljótir að svara fyrir sig og þar var á ferðinni Hafþór Andri Sigrúnarson en þetta er jafnframt fyrsta mark Hafþórs Andra í meistaraflokksleik. Víkingar bættu síðan við tveimur mörkum í seinni hluta lotunnar en þar voru á ferðinni fyrrnefndur Andri Már og Orri Blöndal.
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Andri Már Mikaelsson 4/0
Lars Foder 1/3
Orri Blöndal 1/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/2
Sigurður Reynisson 0/1
Ingþór Árnason 0/1
Refsingar Víkingar: 18 mínútur
Mörk/stoðsendingar Jötnar:
Sigurður Sigurðsson 1/0
Rúnar Rúnarsson 0/1
Sæmundur Þór Leifsson 0/1
Refsingar Jötnar: 10 mínútur
HH