Lars Foder og Matthías S. Sigurðsson í leiknum í gær. Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Víkingar og Húnar léku á íslandsmótinu í íshokkí í gær og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með stórsigri Víkinga sem gerðu 12 mörk gegn 1 marki Húna.
Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotunni en það voru Víkingar sem komust yfir með marki frá Sigurði Sigurðssyni en stoðsendingar áttu þeir Orri Blöndal og Lars Foder. Richard Tahtinen jafnaði metin fyrir Húna þegar um ¾ lotunnar voru liðnir en skömmu síðar kom Lars Foder Víkingum yfir aftur og staðan því 2 – 1 eftir fyrstu lotu.
Á fyrstu fimm mínútunum í annarri lotu gerðu hinsvegar Víkingar útum leikinn þegar þeir breyttu stöðunni í 6 – 1 og áður en lotunni lauk var staðan orðin 7 – 1.
Víkingar bættu svo í sóknina í þriðju lotu en rétt einsog í annarri lotu uppskáru þeir fimm mörk og öruggan sigur.
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Rúnar F. Rúnarsson 3/1
Sigurður S. Sigurðsson 3/0
Orri Blöndal 1/3
Lars Foder 1/3
Björn M. Jakobsson 1/1
Gunnar Darri Sigurðsson 1/1
Sigmundur Sveinsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/3
Andri M Mikaelsson 0/3
Stefán Hrafnsson 0/2
Ingþór Árnason 0/1
Sigurður Reynisson 0/1
Refsingar Víkingar: 10 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Húnar:
Richard Tahtinen 1/0
Matthías S. Sigurðsson 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Refsingar Húnar: 39 mínútur.
HH