Víkingar - Björninn umfjöllun

Frá leiknum
Frá leiknum

Víkingar báru á laugardaginn sigurorð af Birninum síðastliðin laugardag með sex mörk  gegn þremur. Með sigrinum fóru Víkingar langt með að tryggja sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppni karla sem hefst uppúr miðjum mars. Einsog áður hefur komið fram áttu ekki allir leikmenn heimangengt í leikinn og einnig var eitthvað um að flensuskítur væri að plaga einstaka leikmenn.

Það voru Bjarnarmenn sem komust yfir með marki frá Lars Foder snemma í fyrstu lotu en eftir það jókst sóknarþungi Víkinga til muna og áður en lotan var úti höfðu þeir Jóhann Már Leifsson (2) og Jón Benedikt Gíslason breytt stöðunni í 3 – 1 Víkingum í vil. Bjarnarmenn bættu í sóknarþungann í annarri lotu en Rett Vossler fór mikinn í marki Víkinga og sá til þess að Bjarnarmenn kæmust ekki inn í leikinn. Víkingar bættu hinsvegar við þremur mörkum í lotunni og komu sér í þægilega 6 - 1 forystu. Bjarnarmenn náðu ekki að brúa það stóra bil. Þeir unnu síðustu lotuna 0 - 2 en lengra komust þeir ekki. 

Mörk/stoðsendingar Víkinga:

Jóhann Már Leifsson 2/0
Jón Benedikt Gíslason 2/0
Sigurður Reynisson 1/1
Ben DiMarco 1/1
Stefán Hrafnsson 0/2
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Refsingar Víkinga: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar Björninn

Lars Foder 1/1
Thomas Nielsen 2/1
Andri Helgason 0/1
Hjörtur Geir Björnsson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 10 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH