Stjórn ÍHÍ hefur ráðið Viðar Garðarsson í stöðu framkvæmdastjóra ÍHÍ og hefur hann störf 1.nóvember næstkomandi. Viðar er með meistaragráðu í viðskiptafræðum (MBA) frá Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands og hefur mjög víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu.
Hann hefur starfað sem markaðsstjóri sprotafyrirtækisins Taramar ehf. Hann er menntaður markþjálfi og hefur einnig verið prófdómari á meistararitgerðum á sviði markaðsfræða og alþjóðaviðskipta við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur einnig veitt mörgum fyrirtækjum forstöðu og unnið til fjölda verðlauna fyrir störf sín sem kvikmyndaframleiðandi.
Viðar er ekki íshokkífólki ókunnur þar sem hann var formaður ÍHÍ í 14 ár og hefur sinnt fjölmörgum störfum innan íþróttahreyfingarinnar. Hann situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hefur látið málefni almenningsíþrótta sig mikið varða á þeim vettvangi.
Við bjóðum Viðar velkominn til starfa fyrir íshokkíhreyfinguna og hlökkum til að takast á við þau fjölmörgu spennandi verkefni sem framundan eru.
Stjórn ÍHÍ