Vegna U14 ára móts á Akureyri - uppfært 08:35 FRESTAÐ

Góðan og blessaðan daginn. 

07:10

Nú í morgunsárið hefur veðurstofan aðeins fært til tímasetningar á því veðri sem væntanlegt er. Verið er að endurmeta stöðuna og verður þessi frétt uppfærð um klukkan 9:00 núna á föstudagsmorgni þegar búið verður að ræða við aðila sem best þekkja og vita hverju má eiga von á.

08:35

Nú erum við búin að vera í sambandi við Veðurstofu, Vegagerð og Reyni rútubílstjóra. Það er ljóst að væntanlegt veður er að koma fyrr inn á landið en spár í gær bentu til.  Ljóst er að það er ekki forsvaranlegt að leggja upp í langferðabílum í þessari veðurhæð sem á að skella á landinu um hádegi, með flughálku á heiðum.  Ákvörðun hefur því verið tekin að fresta U14 móti sem átti að vera á Akureyri þessa helgi. 

Ákvarðanir um aðra viðburði helgarinnar verða skoðaðar í lok dagsins í dag. 

Takk fyrir þolinmæðina.