Útför Gulla í dag!

Skrifstofa Íshokkísambandsins verður lokuð í dag 18. nóvember, frá hádegi vegna útfarar Guðlaugs Unnars Níelssonar. 

Gulli eins og hann var ávalt kallaður, var félagsmaður og foreldri í SR. Þarna fór drengur góður með risastórt hjarta, sem árum saman mætti með son sinn í Laugardalinn og tók virkan þátt í félagsstörum SR, hann liðsinnti öllum sem hann gat í íþróttinni okkar, sama hvaða litur var á búningnum .

Til að tengja fyrir þá sem eru yngri og þekktu ekki til Gulla, þá er Andri Þór Guðlaugsson sem í dag leikur með Skautafélagi Hafnarfjarðar og lék með SR árum saman sonur hans. 


Íshokkísambandið sendir fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur.