Úrslitaleikur í kvennakeppninni

Í kvöld mætast á Ólympíuleikunum í Vancouver lið Kanada og Bandaríkjanna í úrslitaleik um hvort liðið hampar gullinu. Leikurinn er sýndur beint á RÚV og hefst útsending samkvæmt dagskrá klukkan 23.50

Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að þessi tvö lið skulu leika til úrslita enda eru þau í efstu tveimur sætunum á heimslistanum. Bandaríkjamenn eru þó efstir að þessu sinni eftir að hafa haft sætaskipti við Kanada frá því á listanum á undan. Bæði liðin þykja leika fast og andstæðingar þeirra frá Evrópu og Asíu hafa sagt að leikur gegn þeim sé töluvert öðruvísi en þau eigi að venjast. Í kynningu um liðin hér á eftir má sjá hvernig liðin komust í úrslitin. Þar má sjá að bæði liðin landa stórum sigrum á leiðinni. Það er því ekki úr vegi til að átta sig betur á liðunum að fara aftur til úrslitaleiksins á HM árið 2009. Í úrslitaleik þess móts unnu Bandríkjamennirnir konurnar frá Kanada með 4 mörkum gegn 1. Þrátt fyrir að sigurinn væri öruggur var leikurinn jafn og sem dæmi má nefna þá áttu kanadastúlkur 40 skot á mark gegn 29 skotum Bandaríkjastúlkna.

Lið Kanada er skipað eftirtöldum leikmönnum (þær sem hafa náð meira en fimm stigum í leikjunum hingað til eru með það skráð):

Markmenn               Mörk  Stoð  Stig
Charline Labonté   
Kim St-Pierre   
Shannon Szabados   
   
Varnarmenn   
Tessa Bonhomme   
Becky Kellar   
Carla MacLeod   
Meaghan Mikkelson   
Colleen Sostorics       1      5     6
Catherine Ward   
   
Sóknarmenn   
Meghan Agosta         9      5    14
Gillian Apps              3      4      7
Jennifer Botterill   
Jayna Hefford           5      7    12
Haley Irwin   
Rebecca Johnston     1      5     6
Gina Kingsbury   
Caroline Ouellette      2      9    11
Cherie Piper              5      5    10
Marie-Philip Poulin   
Sarah Vaillancourt      3     5     8
Hayley Wickenheiser   2     9     11  

Leið Kanadastúlkna í úrslit:

Kanada – Slóvakía    18 – 0
Sviss – Kanada        1 – 10
Kanada – Svíþjóð     13 – 1
Kanada – Finnland    5 - 0 (undanúrslit)

Lið Bandríkjanna er skipað eftirtöldum leikmönnum (þær sem hafa náð meira en fimm stigum í leikjunum hingað til eru með það skráð):

Markmenn                Mörk  Stoð  Stig
Brianne McLaughlin   
Molly Schaus   
Jessie Vetter   
   
Varnarmenn   
Kacey Bellamy   
Caitlin Cahow   
Lisa Chesson   
Molly Engstrom            3       4      7
Angela Ruggiero   
Kerry Weiland   
   
Sóknarmenn   
Julie Chu                    2       4      6
Natalie Darwitz            4       7      11
Meghan Duggan   
Hilary Knight               1       7      8
Jocelyne Lamoureux     2       4      6
Monique Lamoureux      4       6     10
Erika Lawler   
Gigi Marvin   
Jenny Potter               6       5     11
Kelli Stack                  3       5      8
Karen Thatcher           3       3      6
Jinelle Zaugg-Siergiej     

Leið Bandaríska (USA) liðsins í úrslit:

USA – Kína         12 – 1
Rússland – USA   0 – 13
USA – Finnland     6 – 0
USA – Svíþjóð      9 – 1 (undanúrslit)

Árangur þessara tveggja liða á síðustu HM mótum er eftirfarandi:

  Ár.  1. sæti 2. sæti   
     
2009 USA      Kanada           Hameelinna, Finnlandi
2008 USA      Kanada           Harbin, Kína 
2007 Kanada  USA               Winnipeg/Selkirk, Kanada

Og á síðustu þremur Ólympíuleikum:

  Ár      1. sæti        2. sæti     3. sæti 
    
2006     Kanada        Svíþjóð                    USA Turin, Ítalíu
2002     Kanada        USA                        Svíþjóð Salt Lake City, USA
1998      USA           Kanada    Finnland     Nagano, Japan

Það á því að vera hægt að lofa hörkuleik á skjánum í kvöld því framfarir í kvennahokkí eru miklar nú um stundir. Á undan leik Kanada og Bandaríkjanna leika lið Finnlands og Svíþjóðar um bronsið.

HH