Á morgun, fimmtudag, hefst úrslitakeppni í meistaraflokki kvenna þegar Björninn og Skautafélag Akureyrar mætast í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 19.30. Það lið sem fyrr verður til að vinna tvo leiki mun hampa íslandsmeistaratitlinum.
Einsog áður hefur komið fram hafði Björninn sigur í deildarkeppninni nú um liðna helgi með því að sigra SA-konur með sjö mörkum gegn einu. SA-konur hafa því harma að hefna og munu án nokkurs vafa stilla upp sínu sterkasta liði. Liðin hafa mæst sex sinnum í vetur. Björninn hafðu sigur í fjórum af þeim leikjum en SA-konur í tveimur og samanlögð markatala úr þeim leikju er 29 - 18 Birninum í vil. Björninn státar af því að hafa innan sinna vébanda báða landsliðsmarkmenn íslands en SA-konur hafa yfir að ráða meiri breidd leikmanna sem gæti komið þeim til góða fari einvígið í þrjá leiki.
Annar leikur liðanna verður síðan sunnudaginn 9. mars á Akureyri og hefst klukkan 19.00
Ástæða er til að hvetja stuðningsmenn beggja liða til að mæta og hvetja sitt lið.
Mynd: Gunnar Jónatansson
HH