Úrslitakeppni í Hertz-deild kvenna hefst í dag

Elvar Freyr Pálsson tók myndina
Elvar Freyr Pálsson tók myndina

Í dag hefst úrslitakeppni í Hertz-deild kvenna og er það Skautafélag Akureyrar sem ber hitan og þungan í þeirri úrslitakeppni, þar sem SA Ynjur og SA Ásynjur keppa um Íslandsmeistaratitilinn.

Í meistaraflokki kvenna er úrslitakeppnin á forminu „Best of 3“ þannig að það lið sem fyrr vinnur 2 leiki er Íslandsmeistari.

 

  • Fyrsti leikur í úrslitum er í kvöld, þriðjudaginn 6. mars, kl 19:45
  • Annar leikur í úrslitum er fimmtudagskvöldið 8. mars, 19:45
  • Þriðji leikur í úrslitum, ef með þarf, verður sunnudagskvöldið 11. mars, kl 18:30

 

SA Ynjur unnu deildarmeistaratitilinn og tóku við bikarnum um liðna helgi. Leikir liðanna hafa verið mjög jafnir í vetur svo erfitt er að segja til um það hvort liðið er sigurstranglegra.

Tölfræði upplýsingar um úrslitakeppnina má finna hér; ýta hér.

Mbl.is verður að vanda með fréttir frá úrslitakeppninni og má finna allar fréttir hér; ýta hér.

Facebook viðburður fyrsta leik úrslitakeppninnar; ýta hér.

Nú er um að gera að fjölmenna í Skautahöllinni á Akureyri og hvetja sitt lið.  Aðgangur ókeypis.