Skautafélag Akureyrar bar sigurorð af Birninum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna. SA hafði nokkra yfirburði í leiknum og sigraði með 10 mörkum gegn 2. Loturnar fóru 4 – 0, 3 – 0 og 3 – 2. SA átti 62 skot á mark á móti 16 frá Birninum.
Næsti leikur fer fram á miðvikudaginn í Skautahöllinni í Laugadalnum.
Mörk/stoðsendingar:
SA: Silvía Rán Björgvinsdóttir 3/1, Kolbrún María Garðarsdóttir 2/2, Sarah Smiley 2/1, Linda Brá Sveinsdóttir 1/1, Sunna Björgvinsdóttir 1/1, Birna Baldursdóttir 1/1, Thelma Guðmundsdóttir 0/2, Arndís Sigurðardóttir 0/1, Eva María Karvelsdóttir 0/1.
Björninn: Elva Hjálmarsdóttir 1/0, Alexandra Hafsteinsdóttir 1/0, Lilja Sigfúsdóttir 0/1, Karen Þórisdóttir 0/1, Sigríður Finnbogadóttir 0/1
Refsingar
SA: 6 mínútur
Björninn: 4 mínútur
Á meðfylgjandi mynd má sjá Kolbrúnu Garðarsdóttur sem skoraði tvö mörk í kvöld og lagði upp önnur tvö.