Úrslit hefjast næstkomandi laugardag klukkan 16:45 á Akureyri

Stjórn ÍHÍ kom saman til fundar í dag kl:18:30 og staðfesti að úrslitakeppni hefst næstkomandi laugardag klukkan 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Samkvæmt þeim dóm sem Áfrýjunardómstóll ÍSÍ birti í dag eru það Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur sem leika til úrslita um Íslandsmeistara titil á þessu tímabili. Það lið sem fyrr vinnur 3 leiki stendur uppi sem sigurvegari. 

Næstu leikir í þessari úrslita rimmu verða síðan 

Þriðjudagurinn 8. Apríl 2025 – leikur 2 í Laugardalnum.

Fimmtudagurinn 10. Apríl 2025 – leikur 3 á Akureyri

Laugardagurinn 12. Apríl 2025 – leikur 4 í Laugardal (ef þarf)

Þriðjudagurinn 15. Apríl 2025 – leikur 5 á Akureyri (ef þarf)