Undir 18 ára landslið kvenna hefur verið valið. Liðið heldur til keppni á heimsmeistaramót Alþjóða Íshokkísambandsins (IIHF) í sínum aldursflokki, en mótið er haldið í Istanbul í Tyrklandi dagana 18. til 23. janúar næstkomandi. Aðal þjálfari liðsins er Kanadakonan Kim McCullough og henni til aðstoðar eru þær Silvía Björgvinsdóttir og Teresa Snorradóttir. Tækjastjóri liðsins er Erla Guðrún Jóhannesdóttir og Sóveig Hulda Valgeirsdóttir hjúkrunarkona sér um að öllum líði eins vel og kostur er. Fararstjóri liðsins er Jónína Margrét Guðbjartsdóttir margreind landsliðskona og fyrrum leikmaður SA. Leikmennirnir sem valdir voru í hópinn eru:
Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir
Aníta Ósk Sævarsdóttir
Aníta Júlíana Benjamínsdóttir
Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir
Bríet María Friðjónsdóttir
Brynja Líf Þórarinsdóttir
Dagny Mist Teitsdóttir
Díana Lóa Óskarsdóttir
Eva Hlynsdóttir
Eyrún Arna Garðarsdóttir
Freyja Rán Sigurjónsdóttir
Friðrika Ragna Magnúsdóttir
Heiðrún Helga Rúnarsdóttir
Kolbrún Björnsdóttir
Kristina Ngoc Linh Davidsdóttir
Magdalena Sulova
Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir
Sofía Bjarnadóttir
Sólrún Assa Arnardóttir
Stefanía Elísabethardóttir
Sveindís Marý Sveinsdóttir
Sylvía Mörk Kristinsdóttir