UMFK Esja bar í gærkvöld sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur með átta mörk gegn fimm mörkum SR-inga.
Þrátt fyrir að SR-ingar léku án sóknarmannanna Miloslav Racancky og Daníel Steinþórs Magnússonar náðu þeir að koma fleiri skotum á mark en Esja dugði það ekki til.
Fyrsta lotan var markalaus en strax í byrjun annarrar lotu komst Esja yfir þegar Brynjar Bergmann laumaði pekkinum í markið. Michal Danko jafnaði metin með skondnu marki. Daniel Kolar kom Esju yfir þegar hann hamraði pökkinn í netið en skömmu síðar jafnaði Milan Mach leikinn fyrir SR-inga. Það var hinsvegar Andri Þór Guðlaugsson sem sá til þess að Esja væri yfir í lotulok en markið kom þegar SR-ingar voru manni fleiri á ísnum.
SR-ingar náðu að jafna fljótlega í þriðju lotu en þá kláraði Esja leikinn með fimm mörkum í röð þar sem bæði Daniel Kolar og Ólafur Hrafn Björnsson fullkomnuðu þrennur sínar. SR-ingar náðu þó aðeins að klóra í bakkan fyrir leikslok með mörkum frá Bjarka Reyr Jóhannessyni og Robbie Sigurðssyni.
Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Daniel Kolar 3/0
Ólafur Hrafn Björnsson 3/0
Andri Þór Guðlaugsson 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Konstantyn Sharapov 0/2
Egill Þormóðsson 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Refsingar Esju: 12 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR:
Michal Danko 2/0
Milan Macn 1/2
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Robbie Sigurðsson 1/0
Refsingar SR: 6 mínútur
Mynd: Kári Freyr Jensson