UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

SA Víkingar báru sigurorð af UMFK Esju með þremur mörkum gegn einu á laugardagskvöldið.  Með sigrinum nálgast Víkingar toppinn en tveimur stigum munar nú á þeim og Esju sem er í toppsætinu en bættu einnig við þremur stigum í forskotið sem þeir höfðu á Björninn. Þetta er í annað skiptið sem liðin mætast á stuttum tíma en alls voru skoruð níu mörk í leikjunum tveimur.

Víkingar hófu leikinn með miklum látum og Hafþór Andri Sigrúnarson kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu leiksins.  fPétur Maack jafnaði hinsvegar metin fyrir Esjumenn áður en lotan var hálfnuð og þannig var staðan í lotulok. Manni fleiri komust Víkingar hinsvegar aftur yfir rétt eftir miðja aðra lotu. Markið átti ítalinn Mario Mejelleli, sem gekk til liðs við Víkinga fyrr í vikunni. Undir lok leiksins reyndu Esjumenn sitt ítrasta til að jafna og brugðu m.a. á það ráð að taka markmann sinn af ísnum og bæta í sóknina. Það gekk hinsvegar ekki upp að þessu sinni og þess í stað bætti fyrrnefndur Mario við sínu öðru marki með skoti í autt markið.

Nú verður tekið tveggja vikna hlé á meðan karlalandsliðið heldur til spánar en þar mun liðið taka þátt í undankeppni vetrarólympíuleikanna sem fara fram í S-Kóreu 2018.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esju:
Pétur Maack 1/0

Refsingar UMFK Esju: 33 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Mario Mejelleli 2/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Jussi Sipponen 0/1
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar SA Víkinga: 12 mínútur

Mynd: Kári Freyr Jensson

HH