UMFK Esja - SA Víkingar umfjöllun

Frá viðureign liðanna fyrr í vetur
Frá viðureign liðanna fyrr í vetur

SA Víkingar báru í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með tólf mörkum gegn einu en leikurinn fór fram í Laugardalnum. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti og strax á þriðju mínútu opnaði Ben DiMarco markareikning þeirra og fimm mínútum síðar bætti Andri Freyr Sverrisson öðru marki þeirra við. Síðari partur lotunnar var hinsvegar Esjumönnum enn erfiðari því þá fengu þeir á sig fimm mörk og nokkuð ljóst hvert stigin væru að fara.
Leikurinn jafnaðist aðeins í annarri lotunni Víkingar náðu þó að bæta við tveimur mörkum en bæði komu þau frá fyrrnefndum Ben DiMarco.
Í þriðju og síðustu lotunni bættu Víkingar svo verðskuldað við þremur mörkum en Esjumenn náðu að koma sér á blað fimm mínútum fyrir leikslok.
Með sigrinum komu Víkingar sér í þægilega stöðu á toppnum, hafa nú átta stiga forskot á Björninn sem kemur næstur.  

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1

Refsingar UMFK Esja: 18 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Ben DiMarco 5/1
Andri Már Mikaelsson 2/0
Jón B Gíslason 1/4
Rúnar F. Rúnarsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/1
Matthías Már Stefánsson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 1/0
Jóhann Már Leifsson 0/2
Ingþór Árnason 0/2
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH