UMFK Esja - Björninn umfjöllun

Esja vann Björninn með þremur mörkum gegn tveimur þegar liðin mættust sl. Föstudag í Laugardalnum. Með sigrinum náði Esja sjö stiga forskoti í efsta sæti á SA Víkinga sem koma næstir en Víkingar eiga leik til góða.

Esja varð fyrir blóðtöku í vikunni þegar Björn Róbert Sigurðarson hélt í víking til Finnlands til að leika með Imatran Ketterä en Björn hefur verið mjög öflugur í sóknarleik liðsins fram að þessu. Bjarnarmenn söknuðu hinsvegar aðalmarkvarðar síns, Ómars Smára Skúlasonar að þessu sinni.
Það voru Bjarnarmenn sem nýttu færi sín betur í byrjun og í fyrstu lotu kom Jón Árni Árnason þeim yfir. Falur Birkir Guðnason bætti síðan við öðru marki um miðja aðra lotu með skoti af nokkru færi. Liðin skiptust síðan á að fá á sig refsingar það sem eftir lifði lotunnar en mörkin urðu ekki fleiri. Um miðja þriðju lotu náði Esja að koma sér inn í leikinn með marki frá Brynjar Bergmann en á þeim tímapunkti voru tveir leikmenn Bjarnarins í refsiboxinu. Þremur mínútum síðar jafnaði Daniel Kolar metin fyrir Esju. Það var síðan Konstantyn Shrapov sem tryggði Esju sigurinn með marki fimm mínútum fyrir leikslok en það var jafnframt í annað skiptið sem Esja nýtti sér að vera með yfirtölu leikmanna á ísnum.

Mörk/stoðsendingar UMFK Esja:
Konstantyn Shrapov 1/1
Brynjar Bergmann 1/1
Daniel Kolar 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/2
Andri Þór Guðlaugsson 0/1
Egill Þormóðsson 0/1

Refsingar Esju: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Falur Birkir Guðnason 1/1
Jón Árni Árnason 1/0
Elvar Freyr Ólafsson 0/1

Refsingar Bjarnarins: 22 mínútur.

Mynd: Kári Freyr Jensson

HH