Spánn – Ísland 6-4
Þá var komið að eina kvöldleik okkar. Strákarnir tóku létta ísæfingu í hádeginu, en síðan var haldið á hótelið og menn slökuðu vel á. Heimamenn höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og fyrir leikinn taldir mun sigurstranglegri, auk þess sem þeir féllu niður um riðil, eins og flestir vita þó nokkur getu munur á riðlunum hvað styrkleika varðar. Það er ekki laust við það að einhverjar spennu gætti hjá strákunum í byrjun þegar flautað var til leiks og heimamenn vel hvattir af 2.500 áhorfendum. Fyrsti leikhlutinn var vægast hræðilegur og ekkert gekk okkur í hag. Ekki bætti úr skáka að arfaslakur hollenskur dómari gerði illt vera. Í stuttu máli lauk fyrsta leikhluta 4-1. Spánverju voru komnir í 3-0 eftir aðeins 12 mínútur. Tvö powerplay mörk, í annað skiptið vorum við 2 færri. Í eitt skiptið sendi hann Aron í boxið, fyrir delaying the game en Aron sendi pökkinn út fyrir og eins og það atvikaðist voru það ALDREI 2 mínútur í refsingu. Nóg um það. Á 15. mín skora heimamenn sitt 4-0 mark og staðan vægast sagt ekki góð fyrir okkur íslendinga. Einni og hálfri mínútu fyrir lok leikhlutans skoraði svo Andri Helgason mark eftir mikið harðfylgi þegar hann fylgdi eftir eigin skoti.
Lars messaði hressilega yfir okkar leikmönnum og það var allt annað lið sem mætti á ísinn eftir leikhlé. Þegar uppi var staðið unnu strákarnir okkar 2.leikhluta 3-1 og þvílíkur viðsnúningur á leiknum. Eftir rúman 2ja mínútna leik var dæmt víti á Spánverja þegar Falur var kominn í færi. Falur skoraði af miklu öryggi og staðan 4-1. 9 mínútum seinna tókst heimamönnum að auka forskotið í 5-2. Okkar strákar neituðu að gefast upp á 39. mínútu skoraði Ingþór mark, þegar við vorum einum fleiri á ísnum. Um einni og hálfri mínútu síðar skoraði svo Falur aftur staðan orðin 5-4 og þögn sló áhorfendur. Frábær endurkoma hjá strákunum.
Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að sækja, þó voru við miklu aðgangsharðari í að sækja, og áttum þó nokkur tækifæri á að jafna leikinn, en inn vildi pökkurinn ekki. Strákarnir skautuðu eins og þá máttu til, tóku margar hörkutæklingar og mátti heyra andköfin í stúkunni þegar við tókum hressilega á móti þeim spönsku. Það var svo einni og hálfri mínútu fyrir leikslok að heimamönnum tókst að tryggja sér sigurinn. Þrátt fyrir að tölfærðin hafi verið okkur í hag með 44 skotum á markið og spánverjar með 35 skot, urðum við að sætta okkur við tveggja marka tap. Eins og leikhlutinn þróaðist hefði sigurinn getað endað beggja megin og úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á silfrinu. Við getum samt verið stolt af liðinu og eftir leik komu margir til undirritaðs og sögðu að við hefðum átt meira skilið og að íslenska liðið hefði sýnt mikinn karakter og baráttu með því að koma sér aftur inn í leikinn. Það er virikilega gaman að sjá unglingalandsliðið núna. Fyrir nokkrum árum vorum við að tapa stórt í og fall í 3. deild var oft hlutskipi liðsins. Eins og leikirnir við Kóreu og Spán sýna, sem eru sterkurstu liðin hér, þá getum við staðið jafns þessum liðum og á góðum dögum (og þokkalegum dómara) unnið þessi lið. Maður leiksins var valinn Nicolas Jouanne, en hann kom í markið í stöðunni 3-0 og stóð sig frábærlega. Við megum ekki gleyma því að flestir leikmenn liðanna hér eru fæddir 1994 og 1995, en við íslendingar erum með lang yngsta liðið fljótt á litið hvað meðalaldur varðar. Til fróðleiks má geta að Nicolas er fæddur árið 1997 og Atli hinn markvörður liðsins er fæddur 1996. Báðir hafa staðið sig mjög vel hér og við þurfum ekki að óttast markmannsvandamál í liðinu næstu árin.
Hér má sjá flottar myndir úr leiknum: http://www.iihf.com/competition/363/statistics.html
Á morgun er svo leikur við Serba og eins og leikirnir hafa spilast hingað til er það væntanlega úrslitaleikur um bronsið. Hann hefst kl. 16:30 á staðartíma eða 15:30 að íslenskum.
Með kveðju frá Jaca
Sigurður Kr. Björnsson