Þessa dagana er heimsmeistaramótið í íshokkí, U18. Ferðin byrjaði 24. mars í Leifstöð og var stefnan tekin á Kaupmannahöfn og svo flug til Barcelona þar sem tók við rútuferð til Valdemore. Fyrsta æfing á ís var svo daginn eftir, þann 25. mars. Mikil og góð stemning er í hópnum, allir hafa það að markmiði að gera sitt allra besta og hafa gaman að öllu saman.
Strákarnir byrjuðu á leik við Belgíu 26. mars sem var æsispennandi frá upphafi til enda. Strákarnir okkar spiluðu leikinn vel og áttu í raun skilið að vinna en leikurinn endaði 4-5 fyrir Belgíu. Næsti leikur var við Kína og vannst sá leikur með gífurlegri eftirfylgni og pressu af hálfu drengjanna, skoruðu þeir 2 mörk á síðustu 30 sekundunum. Lokatölur 3-5.
Næsti leikur er þriðjudagskvöldið 29. mars kl 18 á íslenskum tíma. Bein útsending og staða leikja má finna á alþjóðasíðunni
http://www.iihf.com/competition/550/statistics/
Hér er facebook síða foreldra hópsins; https://www.facebook.com/groups/662070530561593/?fref=ts
Hópurinn:
Arnar Hjaltested | SR |
Hilmar Benedikt Sverrisson | Björninn |
Edmunds Induss | Björninn |
Jón Árni Árnason | Björninn |
Sveinn Verneri Sveinsson | ECC Preussen |
Markús Darri Maack | SR |
Heiðar Örn Kristveigarsson | SA |
Kristján Albert Kristinsson | Björninn |
Halldór Ingi Skúlason | SA |
Sölvi Freyr Atlason | SR |
Andri Snær Sigurvinsson | Björninn |
Hugi Rafn Stefansson | Björninn |
Axel Snær Orongan | SA |
Matthías Már Stefánsson | SA |
Vignir Freyr Arason | Björninn |
Hákon Orri Árnason | SR |
Gabríel Camilo Gunnlaugsson | Spånga hc |
Styrmir Steinn Maack | SR |
Sigurdur Freyr Þorsteinsson | SA |
Maksymilian Jan Mojzyszek | Björninn |