U18 ára landslið - þjálfari

Vilhelm Már Bjarnason
Vilhelm Már Bjarnason


Stjórn ÍHÍ ákvað á síðasta fundi sínum að falast eftir þvi við Vilhelm Má Bjarnason að hann tæki að sér þjálfun landslið Íslands skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Liðið heldur til Belgrad í Serbíu í mars næstkomandi þar sem liðið mun taka þátt í 2. deild heimsmeistaramóts Alþjóða Íshokkísambandsins.

Vilhelm sem um árabil var leikmaður Bjarnarins ásamt því að vera fyrirliði liðsins. Undanfarin tvö ár hefur Vilhelm Már stundað nám við Íþróttaháskólann í Vierumaki í Finnlandi. Í háskólanum stundar Vilhelm nám sem sérhæft er fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig íshokkíþjálfun, en skólinn er styrktur af Alþjóða Íshokkísambandinu. Síðasta verkefni  Vilhelms á vegum ÍHÍ var nú í janúar en þá var hann aðstoðarþjálfari U20 ára landsliðs Íslands sem keppti í Serbíu.


HH