Góðan daginn héðan frá Taiwan.
Eftir erfiðan leik í gær voru strákarnir nokkuð lúnir. Enda ekki skrýtið þar sem þetta var hörkuleikur. Mexikóarnir spiluðu mun fastar en við vorum búnir að sjá þá gegn öðrum liðum. Það kom okkar strákum töluvert á óvart og varð til þess að það tók þá tíma að bregðast við. Við lentum undir og það var á brattan að sækja. mbl.is menn lýsa þessu vel. http://www.mbl.is/…/f…/2015/03/25/saetur_sigur_i_vitakeppni/
Halldór Ingi og Edmunds fengu högg á sig. Halldór á rófubeinið og Edmunds á bringuna. Við ákváðum að taka enga sénsa og fórum með þá á slysó til að taka myndir af þeim. Sko röngtenmyndir.... smile emoticon Sem betur fer eru þeir óbrotnir. Eftir hvíld næturinnar þá líður þeim betur en eru samt aðeins aumir. Þeir koma til með að vera á leikskýrslu en verða hvíldir sem mest, þurfum að hafa þá ferska í leikinn á laugardaginn gegn Ísrael.
Annars hefur lífið hjá strákunum gengið sinn vana gang eins og vera ber í landsliðsferð. Gærdagurinn var engin undantekning og þið sem fylgist með okkur hérna sjáið prógrammið hjá okkur fyrir hvern dag.
Hópurinn okkar er virkilega vel samstilltur og einhuga um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna þetta mót.
Einnig hafa drengirnir sýnt af sér kurteisi og góða umgengni á hótelinu sem og annarsstaðar. Semsagt alveg til fyrirmyndar.
Nú er klukkutími í leikinn gegn Suður Afríku. Allir eru einbeittir og meðvitaðir um að við megum alls ekki vanmeta andstæðinginn þó svo að þeir séu með slakasta liðið á mótinu. Við þurfum að vinna þá í venjulegum leiktíma til þess að fá öll 3 stigin sem eru í boði.
Fleiri myndir komnar inn á möppuna.
Bestu kveðjur heim,
Áfram Ísland
https://plus.google.com/…/107374…/albums/6128946632327245585