Heimamenn Tyrkir reyndust heldur stór biti fyrir okkar drengi að þessu sinni. Við lentum undir eftir að Tyrkir skoruðu á okkur eftir 41 sekúndu sem er alltaf mjög erfitt og setti okkur nokkuð út af laginu. Eftir 8 mínútur af fyrsta leikhluta var staðan síðan orðin 0-4 fyrir Tyrkjum en þá fóru okkar menn að sína sitt rétta andlit og náðu þeir að halda það sem eftir lifði af fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti fór líka erfiðlega í gang og eftir 5 mínútur af honum bættu Tyrkir við marki 0-5. Það var síðan á elleftu mínútu annars leikhluta sem við náðum að býta frá okkur. En þá skoraði Ýmir Hafliðason eftir stoðsendingar frá Daníel Ryan og Hauki Steinssen og þar við sat. Mun betri frammistaða í öðrum leikhluta sem fór 1-1. Þriðji leikhluti fór illa af stað eins og sá fyrsti því Tyrkir skoruðu 1-6 eftir eina og hálfa mínútu, þeir bættu síðan við sjöunda marki sínu eftir tæpa fjóra of hálfa mínútu og staðan þá orðin 1-7.
Helgi Bjarnason setti mark á Tyrkina þegar 13 mínútur voru búnar af þriðja leikhluta eftir stoðsendingu frá Hektor Hrólfssyni og þegar tvær mínútur voru til leiksloka bætti fyrirliðinn Ólafur Björgvinsson við þriðja marki íslands eftir stoðsendingar frá Alex Ingasyni og Ými Hafliðasyni og 3-7 urðu endanleg úrslit leiksins. Viktor Jan Mojzyszek var valin maður leiksins í gær.
Ef frá er talin erfið byrjun á leiknum þar sem við lendum fljótt undir var þessi leikur í nokkuð góðu jafnvægi. Drengirnir misstu aldrei móðinn og héldu áfram að berjast með jákvæðnina að vopni. Það er aðdáunarvert eftir erfiða byrjun. Það verður líka að taka það fram að liðið er mjög ungt og þarna eru leikmenn niður í 2009 módel eða 15 ára gamlir og reynslan af þessari þátttöku ómetanlega á komandi árum. Mörk og stoðsendingar skiptust þá svona.
Ýmir Hafliðason 1/1
Helgi Bjarnason 1/0
Ólafur Björgvinsson 1/0
Alex Ingason 0/1
Hektor Hrólfsson 0/1
Daníel Ryan 0/1
Haukur Steinsen 0/1
Mynd Kristján Sturluson fararstjóri
Frá leikhlé í þriðja leikhluta