Tveir leikir fóru fram á Akureyri í gær

Skautahöllin á Akureyri
Skautahöllin á Akureyri

Skautafélag Reykjavíkur hélt norður yfir heiðar í gær með báða meistaraflokka félagsins.  Báðir leikirnir voru miklir markaleikir og margt sem gladdi augað.  Fyrri leikurinn hófst kl. 16:30 og voru það karlarnir sem riðu á vaðið.  Liðin skiptust að skora allan leikinn og jafnræði hélst með liðunum fram á síðustu mínútu.  Það voru þó SR-ingar sem voru sterkari á endasprettinum og leiknum lauk 8 - 6 eftir að síðasta markið kom eftir að SA hafði dregið markmann sinn úr netinu.


Kvennaliðin mættust strax á eftir og þar mættust SR og yngra lið SA, Ynjur.  Eftir fyrstu lotu var staðan 2 - 0 fyrir Ynjur en leikurinn snérist við í 2. lotu og þá var staðan orðin 4 - 3 SR í vil.  3. lotan var spennandi en Ynjum tókst að knýja fram eins marks sigur í skemmtilegum leik, lokastaðan 5 - 4.