Tölfræði í meistaraflokki karla

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fyrir stuttu var íslandsmótið í karlaflokki hálfnað, þ.e. öll lið hafa spilað tólf leiki. Því er ekki úr vegi að fara yfir tölfræði úr flokknum.

Við byrjum á markaskorurum en þar var staðan þessi:

1. Ben DiMarco SA 15 mörk (12 leikir).
2. Robbie Sigurðsson SR 10 mörk (11 leikir).
3. Brynjar Bergmann Björninn 9 mörk (12 leikir).
4. Ólafur Hrafn Björnsson Esja 9 mörk (12 leikir).
5. Lars Foder Björninn 9 mörk (12 leikir).

Stoðsendingar líta hinsvegar svona út:

1. Lars Foder 11 stoðsendingar (12 leikir).
2. Nicolas Antonoff 10 stoðsendingar (12 leikir).
3. Ingvar Þór Jónsson 10 stoðsendingar (12 leikir).
4. Jóhann Már Leifsson 10 stoðsendingar(12 leikir).
5. Ólafur Hrafn Björnsson 9 stoðsendingar (12 leikir).

Og stigalistin lítur svona út:

1. Ben DiMarco SA 21 stig (12 leikir).
2. Lars Foder Björninn 20 stig (12 leikir).
3. Ólafur Hrafn Björnsson Esja 18 stig (12 leikir).
4. Miloslav Racansky SR 18 stig (12 leikir).
5. Robbie Sigurðsson SR 17 stig (11 leikir).

Topp fimm listinn úr +/- lítur svona út:

1. Nicolas Antonoff Björninn 11 plúsar (12 leikir).
2. Brynjar Bergmann Björninn 11 plúsar (12 leikir).
3. Ingþór Árnason SA 10 plúsar (10 leikir).
4. Ólafur Hrafn Björnsson Esja 9 plúsar (12 leikir).
5. Egill Þormóðsson Esja 7 plúsar (12 leikir).

Topp listinn í refsingum lítur svona út:

1.Brynjar Bergmann Björninn 53 mínútur (12 leikir).
2. Ingþór Árnason SA 45 mínútur (10 leikir).
3. Sigursteinn Atli Sighvatsson 37 mínútur (11 leikir).

Topp listinn í 2ja mínútna refsingum lítur svona út:

1. Birkir Árnason Björninn 11x (12 leikir).
2. Miloslav Racansky SR 10 x (12 leikir).
3-4. Arnór Bjarnason SR 9x (12 leikir).
3-4. Brynjar Bergmann Björninn 9x (12 leikir).

Topp listinn hjá markmönnum leit svona út:

1. Rhett Vossler SA 91,77% vörð skot (12 leikir).
2. Styrmir Örn Snorrason Esja 90,15% vörð skot (12 leikir).
3. Ómar Smári Skúlason Björninn 88,86% vörð skot (12 leikir).

Ath. Markmenn sem hafa spilað minna en 40% af heildarspilatíma liðs teljast ekki með.

Við munum svo fljótlega kíkja á tölfræði í meistaraflokki kvenna.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson.

HH