Skautafélag Akureyrar óskaði í gær 29. janúar 2024 eftir flutningi á eftirtöldum leikmönnum frá Svíþjóð heim til Akureyrar. En leikmennirnir hafa leikið í Svíþjóð frá hausti.
Halldór Ingi Skúlason frá Hofors HC
Heiðar Gauti Jóhannsson frá Osby IK
Gunnar Aðalgeir Arason frá Osby IK
Greidd hafa verið félagaskiptagjöld og sænska Íshokkísambandið hefur staðfest og samþykkt flutninginn.
ÍHÍ staðfestir að frá deginum í dag 30 janúar 2024 teljast eftirtaldir leikmenn hafa leikleyfi með Skautafélagi Akureyrar. Og er leikleyfi þeirra í Svíþjóð því fallið úr gildi.