SA Víkingar og UMFK Esja áttust við í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í úrslitum karla í Hertz-deild karla. Leikurinn átti sér stað í Skautahöllinni á Akureyri fyrir fullu húsi aðdáenda.
Esjumenn lögðu SA Víkinga 3:2 í leiknum og geta klárað einvígið á laugardag með sigri og orðið Íslandsmeistarar í fyrsta skipti.
Leikurinn í gær byrjaði með látum og staðan var strax orðin 1:1 eftir aðeins rúmar 3 mínútur. Fyrir lok fyrsta leikhluta skoraði Esja með marki Péturs Maack og Andri Már Mikaelsson náði að jafna fyrir SA í öðrum leikhluta. Í þriðja leikhluta hélst spennan áfram, Ólafur Hrafn Björnsson kom pekkinum í markið og staðan hélst 2-3 fyrir Esju til leiksloka og fóru Esjumenn sáttir frá Akureyri heim til Reykjavíkur.
Þriðji leikur úrslita mun verða í Skautahöllinni Laugardal, laugardaginn 25. mars og hefst leikurinn klukkan 17:00. Við eigum von á stórskemmtilegum leik fyrir troðfullu húsi.