ÍHÍ ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandinu stóð fyrir Þrautabraut 2015 en keppnin er forkeppni fyrir úrtökumót vegna Ólmpíuleika ungmenna sem fram fer í Lillihammer í Norgi árið 2016. Sigurvegarar í Þrautabrautinni munu halda til Vierumaki í sumar þar sem þeir taka þátt í úrtökumóti þar sem sextán þeir bestu halda áfram
Þátttakendur voru þau:
Alexandra Hafsteinsdóttir SR
Guðrún Linda Sigurðardóttir SR
Ragnhildur Helga Kjartansdóttir SA
Sunna Björgvinsdóttir SA
Halldór Ingi Skúlason SA
Heiðar Örn Kristveigarson SA
Kristófer Ingi Birgisson Björninn
Styrmir Maack SR
Sölvi Atlason SR
Vignir Freyr Arason Björninn
Þrautabrautin samanstóð af sex þrautum sem reyna á allt það sem einn íshokkíleikmaður þarf að hafa en keppt var bæði í kvenna- og karlaflokki. Vignir Freyr Arason, Birninum og Sunna Björgvinsdóttir, Skautafélagi Akureyrar voru þeir keppendur sem stóðu sig best í sínum flokki og verða því fulltrúar Íslands að öllu óbreyttu. Keppni í þrautabraut er til viðbótar hefðbundinni keppni í íshokkíi, nánar má sjá um íshokkí á Ólympíuleikum ungmenna hér.
Mynd: Örvar Ólafsson
HH/ÖÓ