Þing Alþjóða Íshokkísambandsins

Núna stendur yfir í Dubrovnik í Króatíu haustþing Alþjóða Íshokkísambandsins og þar m.a. teknar ákvarðanir sem snerta íslenskt íshokkífólk.

M.a. er á þinginu samþykktar leikjadagskrá fyrir allt það mótahald sem lið ÍHÍ tekur þátt í en þau eru fimm talsins.  Fjögur HM-mót og svo tekur karlaliðið þátt í undankeppni Ólympíuleikana sem fara fram 2018 í Seúl í Suður-Kóreu. Dagskrár mótanna ættu að birtast á allra næstu dögum en einhverjar breytingar geta orðið frá því sem nú kemur fram á síðunni.

Á þinginu var einnig rætt um nýja keppni (World Cup of Hockey) sem fer fram í september á næsta ári. Þar gæti orðið um spennandi viðburð að ræða og ekki skemmir fyrir að fyrsta mótið fer fram í Toronto og því auðvelt fyriríslendinga að fara þar sem flogið er beint á borgina héðan.

HM-mótið sem haldið var í Prag í Tékklandi var líka gert upp á þinginu og í fyrsta skipti síðan mótin hófust náði fjöldi áhorfenda í sjónvarpi að fara yfir milljarð. 

HH