Styttist í úrslitakeppni

Það er farið að styttast nokkuð í úrslitakeppni í meistaraflokki karla. Samkvæmt leikjaplani eru eftirfarandi leikir eftir:

SA -SR                   06-feb kl. 17.15
SA - Björninn           16-feb kl. 19.00
SR - SA                  20-feb kl. 18.30
Björninn - SR           23-feb kl. 19.15

Sé litið til stigatöflunnar sést að öll lið eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. En þá er líka gott að rifja upp hvernig reglugerð 14 um Íslandsmótið í íshokkí. Greinin er númer 4.1 og hljóðar svona:

"Séu lið jöfn að stigum eftir forkeppni gildir markatala en sé hún einnig jöfn gildir markatala í innbyrðis viðureignum. Ef markatala úr innbyrðis viðureignum er einnig jöfn gilda fleiri mörk á útivelli. Sé það einnig jafnt skal spila úrslitaleik um sæti í úrslitum en kasta upp á valrétt um leikstað."

Það eru því spennandi tímar framundan og liðin munu taka á öllu því sem þau eiga.

Myndina tók Elvar Freyr Pálsson

HH