Eftir ósigur gegn Serbíu var íslenska liðið komið upp við vegg og því mikilvægt að eiga góðan leik gegn Ástralíu. Síðustu viðureignir þjóðanna hafa hins vegar verið mjög jafnar og í síðustu þrjú skipti var staðan 2 – 2 eftir venjulegan leiktíma. En í gær var eitthvað allt annað uppi á teningnum og stákarnir vistust staðráðnir í að tryggja sér sætið sitt í riðlinum.
Leikurinn fór 6 – 1 og var þetta þá fyrsti hreini sigurinn á Áströlum og eiginlega var um yfirburði að ræða. Góður stöðugleiki var í liðinu og tvö mörk skoruð í hverri lotu en eina mark gestanna kom í fyrstu lotu.
Mörk og stoðsendingar
Robin Hedström 1/3
Emil Alengard 2/0
Jón Gíslason 0/2
Egill Þormóðsson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Jónas Magnússon 0/1
Ingvar Jónsson 0/1