Frá Brynjumóti. Mynd: Ómar Þór Edvardsson
Framundan er ein stærsta ef ekki sú stærsta hokkíhelgi tímabilsins. Fjörið byrjar í kvöld og því lýkur á sunnudaginn en þá hafa verið spilaðir hvorki meira né minna en þrjátíu og sjö leikir. Félögin þurfa því að taka öllu sem þau eiga því þjálfarar, leikmenn og aðstandendur verða bæði norðan og sunnan heiða.
Fyrstu leikur helgarinnar fer fram í kvöld en þá hefst 3. flokks mót en það fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta er annað mótið af sex sem fram fer í þessum flokki en stöðuna í flokknum má sjá hér. Dagskrá mótsins má síðan finna hér en ástæða er til að hvetja aðstandendur og aðra til að mæta og sjá framtíð Íslands í íshokkí.
Eldsnemma í fyrramálið hefst síðan Brynjumótið og fer það fram á Akureyri en þar koma til leiks 5; 6. og 7 flokkur barna. Þar mun kappið stundum ráða forsjá en aðallega mun verða þar fullt af gleði einsog ævinlega á mótum sem þessum. Gamanið mund standa fram á kvöld á laugardeginum og síðan til hádegis á sunnudeginum. Dagskrá Brynjumótsins má finna hér.
Klukkan hálf átta á laugardagskvöldið leika síðan Jötnar gegn Skautafélagi Reykjavíkur í meistaraflokki karla. Ekki er vitað hvernig liðskipan liðanna verður en búast má við hörkuleik.
HH