Ársþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) var haldið á Akureyri 11. mai síðastliðinn og kosin var ný stjórn ÍHÍ.
Fráfarandi formaður ÍHÍ, Helgi Páll Þórisson gaf ekki kost á sér í áframhaldandi stjórnar setu eftir að þingi lauk , Óli Þór Gunnarsson, formaður dómaranefndar, gaf kost á sér í aðalstjórn ÍHÍ en náði ekki kjöri. Stjórn ÍHÍ þakkar þeim báðum fyrir frábær stjórnarstörf undanfarin misseri.
Stjórn ÍHÍ stefnir á að allar nefndir ÍHÍ verði mannaðar og komnar til starfa fyrir 2. júni næstkomandi og í kjölfarið verður farið í að gera mótaskrá fyrir komandi tímabil.
Næstu daga mun alþjóða íshokkísambandið (IIHF) halda sitt árlega ársþing og í ár er það haldið í Bratislava. Þar verður ákveðið hvar heimsmeistaramót 2020 verða haldin, upplýsingar um mótin munu verða birt á heimasíðu IIHF föstudaginn 24. mai næstkomandi.