Íshokkídeild Fjölnis tók að sér í sammvinnu við stjórn ÍHÍ, Skautafélag Akureyrar og Skautafélgar Reykjavíkur að halda mót, sameinlegar æfingar og hópefli fyrir stúlkur í aldursflokk U16 á Íslandi.
Hópurinn samanstóð af 43 stelpum ásamt þjálfurum og fylgdarliði.
Var þetta í fyrsta skipti sem þessi aldurshópur fékk að koma saman á móti og taka þátt í æfingarbúðum eingöngu ætlaðuðum stelpum í aldursflokki U16.
Mótið var sett saman til að ýta undir samvinnu aðildarfélga ÍHÍ og til þess að búa til sameiginlegan vettvag fyrir stelpurnar til að kynnast og æfa saman sem á eftir að nýtast þeim á komanadi árum þegar þær taka þátt í landsliðsverkefnum á vegum ÍHÍ í framtíðinni.
Það má með sanni segja að dagskrá helgarinnar hafi verið þétt hjá stelpunum. Föstudagskvöldið byrjaði gamanið þar sem allar stúlkurnar komu saman á ís á æfingu. Laugardagurinn var svo tekinn snemma þar sem spilaðir voru 3 leikir fram yfir hádegið. Að loknum hádegisverði, sem var strax að loknum síðasta leik laugardagins, fengu þær fyrirlestra þar sem Sarah Smiley (þjálfri SA) og Alexandra Hafsteinsdóttir (þjálfari SR) fóru yfir hvernig þær hafa upplifað að vaxa og dafna í íshokkí. Þær sögðu einnig sögu sína af því hvernig þær upplifðu að æfa samhliða strákum, landsliðsverkefni, spila í útlöndum og m.fl sem viðkomið hafði líf þeirra í tengslum við íshokkí og hvað það hefur haft míkil áhrif á uppvöxt þeirra. Stelpurnar skiptu svo um gír og áttust við í keilu á brautum Keiluhallarinnar í Egilshöll. Ekki er víst með vissu hver hafi unnið stigakeppnina þar en hópurinn var mjög ánægður með að skipta aðeins um umhverfi. Laugardagurinn endaði svo á sameiginlegri æfingu liðanna. Sunnudagurinn var svo aftur tekinn snemma og voru spilaðir 3 leikir fram yfir hádegi.
Þetta framtak ÍHÍ er svo sannarleg komið til með að vera og er nú þegar farið að finna dagsetningu fyrir aðra eins helgi. Svona mót ýtir á aðildarfélögin til að setja meira kraft í að fjölga stelpum innan sinna raða.
Framtíðin er svo sannarlega björt í stelpuíshokkí.
Þjálfarar helgarinnar, sem komu að skipulagi og framkvæmd, voru:
Andri Freyr Magnússon (Íshokkídeild Fjölnis)
Alexandra Hafsteinsdóttir (SR)
Erla Guðrún Jóhannesdóttir (SR)
Laura Ann Murphy (Íshokkídeild Fjölnis)
Sarah Smiley (SA)
Einnig lögðu stjórn ÍHÍ og stjórnir félagana míkið í þennan viðburð.
Langar okkur sérstaklega að þakka öllu starfsfólki liðanna, sjálfboðarliðum og dómurum sem sáu um framkvæmd leikja.