SR - Ynjur umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Skautafélag Reykjavíkur og Ynjur áttust við í kvennaflokki í gærkvöld og fór leikurinn fram í Laugardalnum. Leiknum lauk með sigri Ynja sem gerðu tíu mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.

Ynjur náðu fljótlega forystunni í leiknum með marki frá Hrund Thorlacius og eftir það var ekki aftur snúið. Ynjur bættu við tveimur mörkum í viðbót áður en lotan var úti og höfðu því þægilega 0 - 3 forystu að henni lokinni.

Í annarri lotu bættu Ynjur við tveimur mörkum sem komu með stuttu millibili. Fyrra markið átti Sylvía Rán en það síðara Kristín Björg Jónsdóttir

Fimm mörk litu síðan dagsins ljós í síðustu lotu og því öruggur sigur Ynja í höfn.

Refsingar SR: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Diljá Sif Björgvinsdóttir 2/3
Sólveig Smáradóttir 2/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/2
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/1
Hrund Thorlacius 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 1/0
Kristín Björgvinsdóttir 1/0
Védís Áslaug Valdimarsdóttir 1/0
Thelma María Guðmundsdóttir 0/2 

Refsingar Ynjur: 6 mínútur.

Mynd: Ómar Þór Edvardson

HH