SR - Víkingar umfjöllun

Úr leik liðanna fyrr í vetur.
Úr leik liðanna fyrr í vetur.

Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar áttust við á íslandsmótinu í íshokkí á föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 5 mörk gegn 2 mörkum SR-inga.

SR-ingar náðu tveggja 2 -0 forystu í fyrstu lotunni með mörkum frá þeim Daníel Hrafni Magnússyni og Pétri Maack og þannig var staðan þegar flautað var til hlés.
Víkingar mættu hinsvegar tvíelfdir til leiks í annarri lotunni og áður en yfir lauk höfðu þeir gert fimm mörk. Það var Sigurður Sigurðsson sem kom þeim á bragðið en á eftir fylgdu tvö mörk frá Stefáni Hrafnssyni , Birni Má Jakobssyni. Það var síðan Lars Foder sem gerði síðasta mark Víkinga eftir að dæmt hafði verið víti á SR-inga.

Með sigrinum komust Víkingar í annað sætið í deildarkeppninni og eru nú sjö stigum á eftir Birninum sem er í efsta sæti. Vikingar eiga hinsvegar tvo leiki til góða á Björninn.

Mörk/stoðsendingar  SR:

Pétur Maack 1/0
Daníel Hrafn Magnússon 1/0
Steinar Páll Veigarsson 0/1

Refsingar SR:  12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Stefán Hrafnsson 2/1
Lars Foder 1/2
Sigurður Sigurðsson 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Sigurður Reynisson 0/1

Refsingar Víkingar: 10 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH