SR - Víkingar umfjöllun


Robbie Sigurdsson á ísnum                                                                                      Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar áttust við síðastliðið föstudagskvöld á íslandsmótinu og fór leikurinn fram í Laugardal. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu sjö mörk gegn tveimur mörkum Víkinga.

Fyrir leikinn var ljóst að bæði lið vildu ólm ná í stigin þrjú sem voru í boði en strax í fyrstu lotu komu SR-ingar sér í þægilega stöðu með þremur mörkum. Daniel Kolar opnaði fyrir þá markareikninginn en stoðsendinguna átti markvörður liðsins, Ævar Þór Björnsson. Tæpum þremur mínútum síðar bætti Björn Róbert Sigurðarson við marki. Varnarmaðurinn Guðmundur R. Björgvinsson átti síðan lokaorðið í lotunni með marki af löngu færi.

SR-ingar héldu áfram uppteknum hætti í annarri lotu því rétt fyrir miðja lotu bættu þeir við tveimur mörkum sem komu á mínútu kafla. Fyrra markið átti Gauti Þormóðsson en það síðara Robbie Sigurdsson. Staðan því orðin 5 – 0 heimamönnum í vil um miðjan leik og staðan ansi erfið fyrir Víkinga. Þeir minnkuðu þó muninn skömmu eftir miðja lotu með marki frá Andra Má Mikaelssyni. SR-ingar náðu þó fljótlega að svara fyrir sig með marki frá Arnþóri Bjarnasyni og staðan orðin 6 – 1. Víkingar áttu lokaorð lotunnar en Steinar Grettisson skoraði  fyrir þá mark úr víti.

Einungis eitt mark var því skorað í þriðju og síðustu lotunni en það átti Robbie Sigurdsson og öruggur sigur SR-inga í höfn.

Með sigrinum tryggðu SR-ingar sig inn í úrslitin en áfram berjast Björninn og Víkingar um sætið sem laust er.

Mörk/stoðsendingar SR:

Robbie Sigurdsson 2/0
Björn Róbert Sigurðarson 1/1
Arnþór Bjarnason 1/1
Guðmundur R. Björgvinsson 1/0
Gauti Þormóðsson 1/0
Daniel Kolar 1/0
Snorri Sigurbjörnsson 0/2
Steinar Páll Veigarsson 0/1
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Daníel Freyr Steinþórsson 0/1
Svavar Steinsen 0/1
Ævar Þór Björnsson 0/1

Refsingar SR: 16 mínútur

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Andri Már Mikaelsson 1/0
Steinar Grettisson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/1

Refsingar Víkingar :  20 mínútur