Skautafélag Reykjavíkur bar í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með tveimur mörkum gegn einu en leikurinn fór fram í Laugardalnum. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en gullmarkið kom á 4. mínútu lotunnar.
Þrátt fyrir lítið markaskor vantaði ekki marktækifærin í leikinn. Markmenn liðnna beggja, þeir Ævar Þór Björnsson og Daníel Freyr Jóhannsson voru hinsvegar í miklu stuð.
Það var því ekki fyrr en langt var liðið á aðra lotu sem fyrsta markið kom en þá nýttu SR-ingar sér að vera fleiri á ísnum. Markið gerði Tómas Tjörvi Ómarsson.
Um miðja þriðju og síðustu lotuna jafnaði Esja metin en þá spiluðu liðin 4 - 4, þ.e. bæði voru með mann í refsingu. Markið gerði Brynjar Bergmann.
Staðan var 1 - 1 að loknum hefðbundnum leikhluta og því gripið til framlengingar. Það var síðan Robbie Sigurðsson sem sá til þess að SR fengi aukastigði sem var í boði.
Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/1
Tómas Tjörvi Ómarssson 1/0
Refsingar SR: 12 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Esja:
Bryjar Bergmann 1/0
Matthías S. Sigurðsson 0/1
Konstantyn Sharapov 0/1
Refsingar Esju: 20 mínútur.
Mynd: Kári Freyr Jensson
HH