Skautafélag Reykjavíkur bar í gærkvöld sigurorð af UMFK Esju með þremur mörkum gegn engu en liðin mættust í Laugardalnum í gærkvöld.
Ágætis jafnræði var með liðunum mest allan leikinn en sænski leikmaðurinn í liði SR-inga, Victor Anderson kom þeim yfir þegar fyrsta lota var rúmlega hálfnuð. Fljótlega í annarri lotu fengu Esjumenn gott færi á að jafna þegar tveir leikmanna SR-inga voru í refsiboxinu. Heimamenn náðu hinsvegar að verjast vel en nýttu sér síðan skömmu síðar að vera manni fleiri á ísnum þegar Miloslav Racansky kom þeim 2 – 0 yfir. Einum fleiri voru SR-ingar síðan aftur á ferðinni í þriðju og síðustu lotunni þegar Robbie Sigurðsson gulltryggði sigur þeirra.
Með sigrinum styrktu SR-ingar stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig en á eftir þeim kemur Esja með 11 stig.
Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/2
Miloslav Racansky
Victor Anderson 1/0
Samuel Krakauer 0/1
Refsingar SR: 26 mínútur
Refsingar UMFK Esja: 10 mínútur.
Mynd: Hafsteinn Snær
HH