29.11.2010
Skautafélag Reykjavíkur og SA Ynjur léku á laugardagskvöld í Skautahöllinni í Laugardal í meistaraflokki kvenna. Leiknum lauk með sigri SR-kvenna sem gerður fjögur mörk gegn þremur mörkum Ynja. Ynjur voru þó öllu sókndjarfari í leiknum en markvörður SR-inga , Margrét Anna Vilhjálmsdóttir, var þeim erfið hindrun.
Gestirnir í Ynjum áttu fyrsta og eina markið í fyrstu lotu en þar var á ferðinni Silvíu Rán Björgvinsdóttir eftir stoðsendingu frá Diljá Sif Björgvinsdóttir.
Ynjurnar komust síðan í 0 -2 forystu með marki frá Kristínu Björgu Jónsdóttir og að þessu sinni var það Díana Mjöll Björgvinsdóttir sem átti stoðsendingu. SR-ingar náðu hinsvegar að jafna leikinn fyrir hlé en fyrsta mark þeirra átti Sigrún Agatha Árnadóttir sem komin var í land eftir gott úthald. Síðara mark þeirra gerði Hanna Rut Heimisdóttir. Staðan því 2 – 2 og þriðja lotan eftir.
Aftur komust Ynjur yfir með marki frá Diljá Sif eftir sendingu frá Arndísi Sigurðardóttir. SR-ingar áttu hinsvegar tvö síðustu mörkin og í bæði skiptin var Sigrún Agatha á ferðinni. Stoðsendingar í báðum mörkunum átti Diljá Mjöll Hreiðarsdóttir.
Mörk/stoðsendingar SR:
Sigrún Agatha Árnadóttir 3/0
Hanna Rut Heimisdóttir 1/0
Diljá Mjöll Hreiðarsdóttir 0/3
Refsimínútur SR: 2 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SA Ynja:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 1/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 1/0
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1
Arndís Sigurðardóttir 0/1
Refsimínútur SA: 10 mínútur.
Mynd:
HH